Go to content

Framkomu- og sjálfstyrkingarnámskeið með áherslu á heilbrigði

Kennt er í sex skipti á þriggja vikna tímabili

Hefjast 21. janúar – Námskeið eru ætluð fyrir stelpur og stálp á aldrinum 12-15 ára

Námskeiðin eru haldin á þriðjudögum og fimmtudögum, með tveimur mismunandi hópum:

- Hópur 1 (12–13 ára): Kennt frá kl. 18:00 til 19:30.
- Hópur 2 (14–15 ára): Kennt frá kl. 20:00 til 21:30.

Sjálfstyrking – Framkoma og líkamsburður – Andleg og líkamleg vellíðan – Leikræn tjáning – Umhirða húðar – Myndataka

Verð 65.000 kr

Allir þátttakendur fá Ey Agency bol, viðurkenningarskjal, ljósmynd og veglegan gjafapoka.

Námskeiðið er í samstarfi við Kristall.

Skráning er hafin í síma 533 4646 eða á netfanginu contact@eyagency.is.

Gestakennarar

Sara Snædís er heilsuþjálfari og stofnandi Withsara sem er heilsu- og æfingarsíða sem þjálfar konur um allan heim. Sara æfði ballett framan af en eftir tvítugt byrjaði hún að kenna Barre og jóga bæði á Íslandi og í Svíþjóð í yfir 10 ár áður en hún stofnaði Withsara árið 2020.

Sara hefur einlægan áhuga á heilnæmri heilsu og allt sem viðkemur henni. Hún mun fjalla um heilbrigði í allri sinni mynd og mikilvægi þess að hugsa vel um sig og sýna sjálfri sér mildi og ást.

Sif Bachman sálfræðingur fer yfir grundvallaratriði Hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) með áherslu á kvíða. Börnin læra aðferðir HAM og hvernig breyttur hugsunarháttur og hegðun getur haft jákvæð áhrif á tilfinningar og aukið sjálfstraust.

Elísa Viðarsdóttir matvæla- og næringarfræðingur. Gaf út bókina Næringin skapar meistarann 2021. Elísa er afrekskona í knattspyrnu, fyrirliði meistaraflokks kvenna hjá Val, auk þess sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum. 

Í fyrirlestrinum mun Elísa fjalla um hvernig næring hefur áhrif á líkama, huga og tilfinningar. Hvernig getur næring stuðlað að meiri orku, betri einbeitingu og jákvæðu hugarfari.

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona mun kynna þátttakendur fyrir ólíkum hliðum leiklistar. Við leikum okkur, könnum samspil líkamstjáningar, hugsana og hegðunar og gerum æfingar til að verða öruggari í framkomu.

Umsjón námskeiðs: Tinna Aðalbjörns

Námskeið Flyer Copy (3)